Látum draumana rætast
Í leiklist er fátt ómögulegt og við fengum að kynnast því þegar börnin fengu að velja sér persónur sem þau vildu vera. Þau klæddu sig öll upp og tókum við myndir af þeim við græna tjaldið okkar svo við gætum gert tölvutöfra. Myndirnar í stærri upplausn má sjá í albúminu.
Þetta er upphafið af öðru verkefni sem hefst eftir áramót og er með beina tengingu við heiti menntastefnu Reykjavíkur. Látum Draumana Rætast.
Búningadagur!
Föstudaginn 30. október verður búningadagur á öllum deildum!
Þá mega allir koma í búningum en ef einhverjum vantar þá er nóg til í leiklistarskápnum til að lána.
Hlökkum til að gleðjast saman í búningagleði!
Skipulagsdagar 2019-2020
Skipulagsdagar 2019-2020
30. Ágúst, heill dagur.
2. Október, heill dagur. Sameiginlegur með hverfinu.
22. Nóvember, heill dagur.
9. Janúar, hálfur dagur.
7. Febrúar, heill dagur.
13. Mars, hálfur dagur.
11. Maí, heill dagur.
Starfsdagur 11.janúar 2019
Leikskólinn verður lokaður föstudaginn 11.janúar vegna starfsdags starfsmanna.
Áfram Ísland
Það ríkir mikil spenna og góð stemning í dag fyrir leikinn okkar gegn Nígeríu. Börnin eru öll búin að ræða um fótboltann á einn eða annan hátt.