Leikskólinn Laufskálar

Laufskálar

Leikskólinn var stofnaður árið 1996 og er teiknaður af Albínu Thordarson, arkitekt. Hann var fyrsti leikskólinn af þremur í Reykjavík sem byggðir voru eftir sömu teikningu. Upphaflega var hann teiknaður sem þriggja deilda skóli en var breytt í fjögurra deilda skóla. Deildirnar heita Furulundur, Lerkilundur, Birkilundur og Grenilundur. Börnum er skipað í deildar eftir aldri, eldri börnin eru í Lerkilundi og Furulundi, en þau yngri í Grenilundi og Birkilundi. Í vetur verður fimmta deildin starfrækt og hefur hún hlotið nafnið Lundur. Þar dvelja 13 börn fædd 2005.

Megináhersla er lögð á lýðræði, opinn efnivið og umhyggju

Myndband af Laufskálum