Grenilundur

Börn fædd 2012

Vinna Grenilundar miðast við:

Að við tölum við börnin í þeirra hæð og erum í augnsambandi við þau.
Að við gefum barni tækifæri á að gera sjálft það sem það hefur hæfni til.
Að við mætum börnunum að nærgætni í samskiptum og tölum ekki niður til þeirra.
Að við tökum vel á móti börnunum að morgni og komum til móts við þarfir þeirra.