Eldhús

Leikskólinn býður upp á hollan og góðan mat fyrir börn og starfsfólk og mikil áhersla lögð á lýðheilsuviðmið. Um 20% barna við 9 ára aldurinn eru of feit (BMI yfir 19,7) miðað við gögn frá Lýðheilsustöð. Strax við 6 ára aldurinn sést þessi þróun. Samkvæmt þessu verða leikskólar og foreldrar að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun sér í hag.

Við í Laufskálum reynum eftir fremsta megni að vinna matinn sjálf. Brauð er unnið úr m.a. spelti og öðrum hveititegundum og korni. MSG krydd er ekki notað í mat í leikskólanum. Boðið er upp á grænmeti  með flestum mat, annað hvort ferskt eða soðið. Ávaxta eða grænmetisstundir eru á morgnana.

Eldhúsið er opið frá 8:00 - 16:00