Matur í Laufskálum

Hér á eftir eru upplýsingar um matinn í Laufskálum. Við bjóðum alltaf uppá hollan mat en hann er líka fjölbreyttur og næringarfræðilega vel saman settur.

  • Súpurnar okkar eru ekki jafnaðar með hveiti heldur eru þær þykktar með maukuðu grænmeti. Stundum er notaður jurtarjómi (15%) í súpurnar og stundum erum við með kjötsúpu.
  • Brauðið er heimabakað úr ýmsum korntegundum td hveiti, heilhveiti,  spelt og byggmjöli, notað eftir því sem til er og því eru brauðin ólík og alltaf eitthvað nýtt og spennandi í boði.
  • Ekki unnar kjötvörur nema einstökusinnum álegg og á hátíðisdögum einsog á  öskudaginn þegar er pulsupartý.

Sykurneysla í leikskólanum
Þegar er kartöflumús er örlítill sykur í henni en annar sykur er spari td þegar boðið er hafrakex, kökur og kryddbrauð og í sultum en allt er þetta í litlu magni. Við viljum að börnin læri að fá sér sætmeti í hófi.

Saltneysla í leikskólanum
Hér er notað jurtasalt og msg fríar vörur þegar við erum að krydda og bragðbæta. Krydd sem við notum eru hrein krydd og salti stillt í hóf

Hvað er í boði að drekka?
Vatn í hádeiginu, mjólk í síðdegishressingu og í morgunmat.

Allt gert frá grunni einsog mikið og hægt er td er karrý sósan okkar búin til úr kókosmjólk en hún er búin til á staðnum og í baunabuffunum okkar er alltaf ferskt hráefni og bindiefni í þeim eru hýðisgrjón og hirsigrjón. Í raspinu á steikta fiskinum er kókosmjöl, sesamfræ, heilhveiti og spelt, haframjöl, kornfleks og rúgmjöl notað eftir því sem hugmyndaflugið og búrið leyfir þann daginn.

Máltíðir yfir daginn
Morgunverður, ávaxtastund, hádegisverður, síðdegishressing.  Samsetning dagsins þe hvað er í boði hverju sinni er úthugsað og því er ekki  grjónagrautur og hafragrautur sama daginn. Næringarfræðilega séð er séð til þess að matseðillinn sé vel samsettur og jafnvægi í fæðuflokkum. Ávextir og grænmeti eru í boði á hverjum degi og eru alltaf hluti af máltíðum dagsins.

Vikan er sett saman úr 1 fiskmáltíð, 1 spónamáltíð , 1 kjötmáltíð, 1 grænmetismáltíð og 1 pastamáltíð.

Ofnæmisbörnum sinnt einsog þarf en sýna þarf læknisvottorð þar sem ofnæmi barnsins kemur fram.

Við viljum að foreldrar séu vel upplýstir um það sem í boði er fyrir börnin og hvetjum alla til að koma við í eldhúsinu og spyrja matráðin ef eitthvað er óljóst.