Hó,hó

Hérna koma nokkur risatröll. Hó,hó!

Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. Hó,hó!

Þau þramma yfir þúfurnar,

svo ljúg burtu dúfurnar,

en bak við ský er sólin hlý í leyni,

hún skín á tröll, þá verða þau að steini!

(Soffía Vagnsdóttir)

Tásurnar

Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar tásu,

fjórar litlar, fimm litlar, sex litlar tásur,

sjö litlar, átta litlar, nú litlar tásur,

tíu litlar tásur á börnum.

(Ókunnur höfundur)

Fingurnir

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur,

fjórir litlir , fimm litlir, sex litlir fingur,

sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur,

tíu litlir fingur á börnum.

(Steingrímur Arason)

Fingranöfnin

Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best,

vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest,

langatöng er bróðir sem býr til falleg gull,

baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull,

litli fingur er barnið sem leikur að skel,

litli pínu anginn sem dafnar svo vel.

Hér er allt fólkið svo fallegt og nett,

fimm eru í bænum ef talið er rétt.

Mikið væri gaman í þessum heim,

ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.

(Ókunnur höfundur)

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó,

brettist upp á halanum

með rauða kúlu á maganum.

Vanda, banda,

gættu þinna handa.

Vingur, slingur,

vara þína fingur.

Fetta, bretta,

svo skal högg á hendi detta.

(Ókunnur höfundur)