Kolakassinn

Siggi datt o´ní kolakassann,

hæ-fadderi, faddrall,la la.

Gunna átti að vera að pass´an,

hæ-fadderí, fadderall,la,la.

Ef að Lúlli vissi það,

þá yrði Jóna steinhissa.

Hæ-fadderí, hæ-faddera,

hæ-fadderí, fadderall,la,la.

(Gestur Guðfinnsson)

Höfuð, herðar, hné og tær

:,:Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.:,:

Augu, eyru, munnur og nef,

höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

(Hermann R. Stefánsson þýddi)

Hreyfa litla fingur

Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,

hreyfa litla fingur og fjósa eins og skot.

 

Hreyfa litla nebba, hreyfa litla nebba,

hreyfa litla nebba og frjósa eins og skot.

 

(Hreyfa litla rassa, fætur, hendur, maga, eyru, augu, höfuð o.s.frv.)

(Soffía Vagnsdóttir)

Fljúga hvítu fiðrildin

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir utan glugga;

Þarna siglir einhver inn

ofurlítil dugga.

(Sveinbjörn Egilsson)

Ding-dong

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag.

Ding dong, sagði lítill grænn fro skur.

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag

og svo líka, ding dong spojojojojo.

 

 

Mm unn, agði lítil græn eðla einn dag.

Mm unn, sagði lítil græn eðla.

Mm unn, sagði lítil græn eðla einn dag

og svo líka mm unn ununununun.

 

 

King kong, sagði stór svartur api einn dag.

King kong, sagði stór svartur api.

King kong, sagði stór svartur api einn dag

og svo líka , king kong ohohohohoh.

 

 

Mjá mjá, sagði lítil grá kisa einn dag.

Mjá mjá, sagði lítil grá kisa.

Mjá, mjá, sagði lítil grá kisa einn dag

og svo líka, mjá, mjá, mjááááá.

 

 

Blúbb blúbb, sagi lítill blár fiskur einn dag......

 

Dsss dsss, sagði lítill gul fluga einn dag.....

 

Voff, voff, sagði lítill brúnn hundur einn dag.....

(Ókunnur höfundur)