Í Laufskálum eru fjórar aldursskiptar deildir. Yngstu börnin eru á Birkilundi, næst yngstu á Grenilundi, næst elstu börnin eru á Furulundi og elstu börnin eru á Lundi. Í júní byrjun flytjast elstu börnin fram á leikgötuna og fær þá sú deild heitið Skógarlundur. Á þessum tíma eru einnig tilfærslur barna á milli deilda, börnin fá aðlögun og vanalega fara nokkur börn saman og jafnvel einn starfsmaður af gömlu deildinni með til að auðvelda þeim þessa flutninga.
Dagskipulag deilda
Eldri deildar | Yngri deildar | |||
07:30-09:00 | Móttaka barna | 07:30-09:00 | Móttaka barna | |
09:15-11:15 | Stöðvavinna | 09:00-09:40 | Stöðvavinna | |
11:30-13:00 | Samvera, hádegismatur og hvíld | 10:00-11:20 | Útivera | |
13:00-14:15 | Útivera | 11:20-14:30 | Samvera, hádegisverður og hvíld | |
14:15-17:00 | Samvera, nónhressing og frjáls leikur | 14:30-17:00 | Samvera, nónhressing og frjáls leikur |