Það ríkir mikil spenna og góð stemning í dag fyrir leikinn okkar gegn Nígeríu. Börnin eru öll búin að ræða um fótboltann á einn eða annan hátt.
Því miður getum við ekki fangað þessa gleði í krukku en vonandi sýnir ljósmynd ykkur smá vott af þessum frábæra föstudegi sem við höfum átt saman í dag.