-
Leiðarljós Laufskála
Jákvæðni
Að taka hverjum degi eins og hann birtist. Hugsa í lausnum.Gleði
Að hafa gaman af starfi sínu.Virðing
Berum virðingu fyrir okkur sjálfum og þeim sem við umgöngumst.Opin hugur
Mætum margbreytileika einstaklinga.Nærgætni
Við mætum þeim er við umgöngumst af nærgætni og tölum ekki niður til þeirra.Virk hlustun
Hlustað á aðra af athygli. -
Læsistefna Laufskála
-
Agastefna Laufskála
-
Námsleiðir í Laufskálum
Deildarvinna
Með deildarvinnu er markmiðið að efla sjálfstæði og sjálfsvitund barnanna, efla lýðræðislega hugsun þeirra og að þau læri að verða skoðanir annarra. Í upphafi vetrar er gerð deildarnámskrá út frá hugmyndum barnanna um það sem þau vilja læra um veturinn.
Flæði
Flæði fer fram á þremur elstu deildum leikskólans fjórðu hverju viku. Áhersla er á frjálsan leik barnanna og fjölbreytt viðfangsefni. Í flæði eru flest svæði leikskólans nýtt og börnin fara frjálst á milli svæða að leita sér að áhugaverðu verkefni. Börn á mismunandi aldri blandast saman og miðla þannig þekkingu og áhuga sín á milli. Í flæði er börnum gefin nægur og samfelldur tími til leiks og sköpunar.
Útivera
Útivera skipar stóran sess í starfi Laufskála. Við förum út að minnsta kosti einu sinni á dag og klæðum okkur í samræmi við veður, það gefur ólík tækifæri til náms í fataherberginu.
Leiklistarverkefni
Sjá á forsíðu undir Leiklistarleikskóli.
-
Leikurinn
Mikilvægi leiksins
- Í gegnum leik læra börn samskipti
- Börn nota leik til að tjá tilfinningar sínar
- Börn nota leik til að endurupplifa atvik sem þau þurfa að vinna úr eða skoða nánar.
- Börn læra að deila með sér í gegnum leikinn
Leikurinn er afar mikilvægur í lífi barna og rannsóknir síðustu ára varðandi leikinn hafa allar sýnt fram á mikilvægi og í raun nauðsyn hans. Leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfinu í leikskólanum og um leið aðal náms og þekkingarleið barna. Leikurinn er eðlilegasta tjáningarform barna og endurspeglar reynsluheim barnsins og þá menningu og samfélag sem það býr í.
Börn tjá tilfinningar sínar í leik og yfirfæra þekkingu sína í leikinn og rifjar upp það sem það hefur séð, heyrt og upplifað og lætur ímyndunaraflið ráða ferðinni. Leikurinn hvetur börn til samskipta og samvinnu og að deila með hvert öðru. Hvert barn er einstakt og barnahópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum með mismunandi bakgrunn sem gefur börnunum tækifæri á að öðlast skilning á jafnrétti en einnig sjálfstæði.
Leiðirnar sem notaðar eru í Laufskálum til þess að börn geti notið sín í leik eru í gegnum flest allt daglegt starf þar á meðal deildastarf, hópastarf, leiklistarstarf, hlutverkaleikir, flæði og útivera. Barnið fær einnig nægan tíma til leiks með viðeigandi efnivið og áherslan lögð á ferlið en ekki útkomu.
-
Söng-, samveru og vinastundir
Í leikskólanum er söngstund og samverustund einu sinni á dag. Á föstudögum er vinastund þar sem allar deildar hittast í alrými og syngja saman.
-
Samskipti leik- og grunnskóla
-
Eineltisáætlun og Forvarnarstefna
-
Forvarnarstefna Leikskóla Grafarvogs
Hér er forvarnarstefna leikskóla í Grafarvogi sem lögð er til grunndvallar í innra starfi Laufskála
-
Dagskipulag deilda
Eldri deildar
Yngri deildar
7:30-9:00 Móttaka barna
9:15-11:15 Stöðvavinna
11:30-13:00 Samvera, hádegisverður og hvíld
13:00-14:15 Útivera
14:15-17:00 Samvera, nónhressing og frjáls leikur
7:30-9:00 Móttaka barna
9:00-9:40 Stöðvavinna
10:00-11:20 Útivera
11:20-14:30 Samvera, hádegisverður og hvíld
14:30-17:00 Samvera, nónhressing og frjáls leikur